Við bjóðum upp á framúrskarandi þjónustu á sviði
-
Færslu bókhalds
-
Gerð sölureikninga
-
Virðisaukaskattskila
-
Launavinnslu
-
Ársreikningagerðar
-
Skattskila
-
Endurskoðunar
-
Skráningu nýrra félaga
Við hjá Afstemmu erum með mikla reynslu í færslu bókhalds, launavinnslu, við gerð ársreikninga og skattskila. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og umhverfisvæna leið í okkar vinnu með rafrænu bókhaldi.
-
Við bjóðum upp á mánaðarlega áskriftarpakka
-
Við bjóðum upp á vinnu samkvæmt tímagjaldi
-
Við gerum einnig tilboð í verkefni
Mánaðarlegur áskriftarpakki
-
Við bjóðum uppá áskriftarpakka þar sem fast mánaðargjald inniheldur alla þá bókhaldsþjónustu og launavinnslu sem fyrirtæki þarf á ársgrundvelli ásamt ársreikningi og skattframtali.
-
Með áskriftinni færðu betra verð fyrir þitt félag, 12% afslátt af hefðbundnu tímagjaldi og allt unnið á sama stað.
-
Þú sparar bæði kostnað og tíma.
-
Ekki er greitt aukalega fyrir almenna ráðgjöf, hvort sem um ræðir tölvupóstasamskipti eða í gegnum símann.
-
Áskriftin veitir meira gagnsæi í tímaskráningu, fyrirsjáanleika í kostnaði og lágmarkar sveiflur á milli mánaða.
-
Áskriftin er metin út frá stærð félags, umfangi og starfsmannafjölda.
Afstemmu teymið
Elín Björg Ásbjörnsdóttir
Viðurkenndur bókari, stofnandi og annar eigandi Afstemmu ehf.
Elín er með áralanga reynslu í bókhaldi, launavinnslu og við að aðstoða einstaklinga og félög með skráningar hjá Skattinum. Hún er útskrifuð af skrifstofubraut MK með áherslu á bókhald og reikningsskil og einnig viðurkenndur bókari frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Elín starfaði í sex ár hjá KPMG á bókhalds- og endurskoðunarsviði.
María Kristín Rúnarsdóttir
Löggiltur endurskoðandi, stofnandi og annar eigandi
Afstemmu ehf.
María er með áratuga reynslu í bókhaldi, ársreikningagerð, samstæðuuppgjörum og framtalsgerð. Hún er útskrifuð með MACC gráðu frá HR, er með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í endurskoðun. María starfaði í níu ár hjá Eimskip í öllum deildum fjármálasviðs, níu ár hjá þrotabúi Glitnis og fjögur ár hjá KPMG á endurskoðunarsviði.
Guðný Ragnhildur Davíðsdóttir
Bókari
Guðný byrjar hjá okkur í hálfu starfi í maí 2024.
Hún er nýútskrifaður bókari frá NTV með stakri prýði.
Guðný hefur unnið hin ýsmu störf sem veitir góða innsýn inn í rekstur mismunandi félaga.
Eigendur
Elín Björg Ásbjörnsdótttir, Suðurtúni 36, 225 Garðabær s: 663-2374
María Kristín Rúnarsdóttir, Gauksás 16, 220 Hafnarfjörður s: 844-2545